Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 23:15 Hér má sjá Flórens, lengst til vinstri, en á eftir henni koma Ísak og Helena. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira