Íslenski boltinn

Garðar Gunnlaugs samdi við Val

Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA
Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA vísir/ernir

Garðar Gunnlaugsson hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals og mun spila með þeim í Pepsideild karla næsta sumar.

Garðar er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað 234 meistaraflokksleiki á Íslandi og skorað í þeim 101 mark. Hann lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku en hefur síðustu ár spilað með uppeldisfélaginu ÍA.

ÍA vann Inkassodeildina síðasta sumar og spilaði Garðar 14 deildarleiki með ÍA á síðasta tímabili. Hann ákvað hins vegar í haust að færa sig um set og ganga til liðs við lið á höfuðborgarsvæðinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.