Fundu nýlegan og risavaxinn loftsteinagíg undir Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 16:38 Ísinn yfir gígnum er allt að kílómetra þykkur. Hann ber þess merki að eitthvað hafi raskað flæði hans verulega á pleistósentímabilinu. NASA/Cindy Starr Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands.
Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira