Erlent

Vill færa sendiráð Brasilíu til Jerúsalem

Samúel Karl Ólason skrifar
Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu. AP/Silvia Izquierdo
Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu, segist vilja flytja sendiráð Brasilíu í Ísrael til Jerúsalem. Þetta sagði Bolsonaro í viðtali við ísraelskt dagblað sem þykir hliðhollt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Verði af þessu verður Brasilía annað stóra ríkið sem flytur sendiráð sitt til Jerúsalem, á eftir Bandaríkjunum.

Bolsonaro hafði haldið því fram í kosningabaráttunni að hann myndi flytja sendiráðið. Þegar hann var spurður út í það kosningaloforð sagði hann það rétt Ísraela að ákveða hvar höfuðborg þeirra ætti að vera, samkvæmt Times of Israel.



Ísraelar skilgreina gervalla Jerúsalem sem höfuðborg ríkisins. Palestínumenn líta hins vegar á austurhluta borgarinnar sem höfuðborg framtíðarríkis þeirra. Ísrael hertók austurhluta borgarinnar af Jórdaníu í sex daga stríðinu 1967 og innlimaði hana seinna. Sú aðgerð hefur aldrei verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.

Auk Bandaríkjanna hafa yfirvöld Gvatemala og Paragvæ fært sendiráð sín til Jerúsalem.

 


Tengdar fréttir

Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins

Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins.

Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum

Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×