Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Andri Eysteinsson skrifar 1. nóvember 2018 23:01 Tree of Life bænahúsið sem Robert Bowers réðst á síðasta laugardag. EPA / Jared Wickenham Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01