Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Andri Eysteinsson skrifar 1. nóvember 2018 23:01 Tree of Life bænahúsið sem Robert Bowers réðst á síðasta laugardag. EPA / Jared Wickenham Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01