Erlent

Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ungur drengur á vettvangi árásarinnar í Pittsburgh í gær.
Ungur drengur á vettvangi árásarinnar í Pittsburgh í gær.
Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. Saksóknari greindi frá ákærunni í gær en hún er í 29 liðum.

Maðurinn heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Færslur hans á samfélagsmiðlum lýsa miklu gyðingahatri en hann á að hafa hrópað að „allir gyðingar [skuli] deyja“ þegar hann hóf skothríðina. Hann gafst upp að lokinni árásinni og er í haldi lögreglu.

Bowers verður m.a. ákærður fyrir að fremja morð með skotvopni og þá hafa saksóknarar einnig gefið það út að þeir hyggist ákæra hann fyrir hatursglæpi. Hugsanlegt er að farið verði fram á dauðarefsingu yfir Bowers, líkt og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði eftir í gær.


Tengdar fréttir

Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum

Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×