Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 09:09 Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. AP/Matt Rourke „Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
„Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent