Enski boltinn

Er nú eina taplausa liðið í fimm bestu deildum Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro fagnar marki með félögum sínum í Chelsea, þeim Marcos Alonso og Alvaro Morata.
Pedro fagnar marki með félögum sínum í Chelsea, þeim Marcos Alonso og Alvaro Morata. Vísir/Getty

Chelsea liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslituum Evrópudeildarinnar í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Lundúnafélagið er sér á báti þegar kemur að fimm bestu deildum Evrópu.

Það var Oliver Giroud sem skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsta markið hans fyrir Chelsea í meira en sex mánuði.

Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni, bikarkeppni eða Evrópu síðan að Maurizio Sarri tók við liðinu af Antonio Conte.

Eftir tap Juventus á móti Manchester United í Meistaradeildinni var það ennfremur ljóst að Chelsea er nú eina félagið í fimm bestu deildum Evrópu (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland) sem hefur enn ekki tapað á tímabilinu.Chelsea hefur alls leikið sautján leiki á tímabilinu, unnið fjórtán, gert þrjú jafntefli og ekki enn tapað.

Liðið er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með 8 sigra og 3 jafntefli í 11 leikjum og markatala liðsins þar er 27-8 (+19).

Liðið hefur unnið báða leiki sína í enska deildabikarnum og er með 4 sigra í 4 leikjum í Evrópudeildinni þar sem markatala liðsins er 6-1.

Chelsea tapaði reyndar fyrir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn rétt fyrir tímabilið en hefur ekki misstigið sig síðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.