Enski boltinn

Unai Emery: Welbeck braut eitthvað í ökklanum á sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck fór beint á sjúkrahús.
Danny Welbeck fór beint á sjúkrahús. Vísir/Getty

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal staðfesti eftir leikinn á móti Sporting Lisbon í gærkvöldi, að framherjinn Danny Welbeck hafi ökklabrotnað á Emirates leikvanginum.

Meiðsli Danny Welbeck yfirgnæfðu allt annað í þessum leik sem lauk með markalausu jafntefli en stigið nægði þó Arsenal til að tryggja sig áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Unai Emery sagði eftir leikinn að Danny Welbeck „hafi brotið eitthvað í ökklanum hjá sér,“ en enski landsliðsframherjinn meiddist strax á 25. mínútu leiksins.

Danny Welbeck lenti þá illa eftir að hafa reynt að komast í fyrirgjöf Stephan Lichtsteiner og það var ljóst bæði á öskrum Danny Welbeck og viðbrögðum annarra leikmanna að þetta voru alvarleg meiðsli.

Hinn 27 ára gamli Danny Welbeck þurfti að fá súrefni áður en hann var borinn af velli á börum.„Verstu fréttir kvöldsins eru þessi meiðsli. Við höldum að þetta sé mjög alvarleg meiðsli hjá Danny. Öll meiðsli eru mismundandi. Hann braut samt eitthvað í ökklanum á sér. Hann er kominn á sjúkrahús og við bíðum nú eftir frekari fréttum. Það er þó engin vafi hjá okkur að þetta eru mjög alvarleg meiðsli,“ sagði Unai Emery.Danny Welbeck hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum og er þetta enn ein langa fjarveran hjá honum.

Danny fékk kveðjur frá liðsfélögum sínum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Unai Emery Press ConferenceAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.