Erlent

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Áætlað er að 700 þúsund manns hafi komið saman í miðborg London í dag.
Áætlað er að 700 þúsund manns hafi komið saman í miðborg London í dag. Vísir/Getty
Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.Mótmælendur, hvers fjöldi fór langt fram úr áætlunum lögreglunnar, vonast til þess að knúa fram aðrar kosningar til handa bresks almennings (e. people‘s vote) á þeim grundvelli að kosningabarátta Brexit-sinna hafi verið háð á óheiðarlegum forsendum og loforð gefin sem sé einfaldlega ekki hægt að standa við.Leiðtogi flokks frjálslyndra demókrata, Vince Cable, segir mótmælagönguna og þann gríðarlega fjölda sem tók þátt í henni sýna fram á að vitundarvakning eigi sér nú stað meðal bresks almennings. Fólk sé farið að átta sig á því að stjórnmálamenn geti ekki sagt skilið við Evrópusambandið og haldið störfum, lifibrauði og framtíð Breta öruggu á sama tíma.„Fólk er að vakna upp við pólitíska martröð. Við höfum áttað okkur á því að úr þessu fæst enginn góður samningur [milli Bretlands og Evrópusambandsins] og fólk er hrætt og óttaslegið.“


Tengdar fréttir

Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn

Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.