Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 09:51 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta skipti viðurkennt að sádi-arabíski krónprinsinn geti mögulega verið viðriðinn morðið á Jamal Khashoggi. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest. Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.
Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59