Erlent

Hélt upp á 118 ára afmælið um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Mamma Julia fæddist árið 1900.
Mamma Julia fæddist árið 1900. EPA/MARTIN ALIPAZ
Kona að nafni Julia Flores, eða „Mamma Julia“ eins og hún er jafnan kölluð, er líklegast elsta manneskja heims sem er á lífi í dag. Julia kemur frá Bólivíu og hélt upp á 118 ára afmælisdag sinn um helgina. Boðið var upp á tertu og tónlistaratriði í afmælisboðinu sem haldið var í bænum Sacaba.

Þrátt fyrir að vera orðin þetta gömul á hún nokkur ár í það að ná hæsta aldri sem vitað er að manneskja hafi náð.

Julia Flores kom í heiminn árið 1900 í námaborginni Potosí, en meðalaldurinn í Bólivíu er 71 ár.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er hin franska Jeanne Louise Calment sú sem hefur náð hæstum aldri, en hún varð 122 ára gömul og lést árið 1997.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×