Vélin sem hrapaði var glæný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 14:29 Unnið er að því að koma sem mestu af braki flugvélarinnar á land. Vísir/AP Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt hafi komist lífs af. Flugvélin sem hrapaði var glæný. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja hinsvegar að allt of snemmt sé að draga einhverjar ályktanir um öryggi Boeing 737 MAX 8 flugvélanna. Er þetta fyrsta flugslysið þar sem MAX 8 kemur við sögu. Í frétt BBC segir að mikil athygli hafi beinst að því af hvaða gerð flugvélin var sem hrapaði og spurningar hafi vaknað hvernig svo ný flugvél geti hrapað en þessi tegund flugvéla var tekin í notkun á síðasta ári. Lítið sem ekkert liggur fyrir um ástæður flugslyssins en þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta.Leit stendur nú yfir að braki flugvélarinnar sem talið er liggja á 30 til 40 metra dýpi. Flugvélin sem hrapaði hafði aðeins verið í notkun frá því í ágúst og aðeins verið flogið í 800 tíma að því er yfirmaður öryggisnefndar í samgöngumálum Indónesíu sagði við fjölmiðla. Þá sagði forstjóri Lion Air að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, til þess að spyrja hvort að Icelandair muni bregðast við slysinu á einhvern hátt, í dag án árangurs. Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt hafi komist lífs af. Flugvélin sem hrapaði var glæný. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja hinsvegar að allt of snemmt sé að draga einhverjar ályktanir um öryggi Boeing 737 MAX 8 flugvélanna. Er þetta fyrsta flugslysið þar sem MAX 8 kemur við sögu. Í frétt BBC segir að mikil athygli hafi beinst að því af hvaða gerð flugvélin var sem hrapaði og spurningar hafi vaknað hvernig svo ný flugvél geti hrapað en þessi tegund flugvéla var tekin í notkun á síðasta ári. Lítið sem ekkert liggur fyrir um ástæður flugslyssins en þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta.Leit stendur nú yfir að braki flugvélarinnar sem talið er liggja á 30 til 40 metra dýpi. Flugvélin sem hrapaði hafði aðeins verið í notkun frá því í ágúst og aðeins verið flogið í 800 tíma að því er yfirmaður öryggisnefndar í samgöngumálum Indónesíu sagði við fjölmiðla. Þá sagði forstjóri Lion Air að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, til þess að spyrja hvort að Icelandair muni bregðast við slysinu á einhvern hátt, í dag án árangurs.
Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30