Enski boltinn

Gylfi um markið gegn Leicester: „Eitt af mínum bestu mörkum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum gegn Leicester um helgina.
Gylfi í leiknum gegn Leicester um helgina. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson segir að mark sitt gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina hafi verið eittþað flottasta sem hann hefur skorað.

Mark Gylfa var af dýrari gerðinn og rúmlega það en hann skoraði sigurmark Everton stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hann sat fyrir svörum á blaðamnanafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum annað kvöld.

„Þetta er eitt af mínum bestu mörkum. Auðvitað var þetta sigurmarkið sem gerir þetta meira sérstakt,” sagði Gylfi í Guingamp í Frakklandi í kvöld.”

„Það eru eitt til tvö önnur sem eru einhversstaðar í kringum þetta,” en næsta spurning beindist að stjóra Everton, Marco Silva. Þar hefur Gylfi fundið fyrir miklu trausti:

„Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér og er sammála mér hvar honum finnst ég bestur á vellinum.”

„Það er einnig farið að ganga vel hjá liðinu. Við höfum ekki verið langt frá því að ná í góð úrslit þó að nokkrar frammistöður hafi ekki verið nógu góðar,” sagði Gylfi og bætit við að lokum:

„Yfir heildina litið eru allir sáttir með hann og við erum betri en við vorum í fyrra. Vonandi erum við loksins komnir á réttu brautina."


Tengdar fréttir

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.