Fótbolti

Gylfi ekki alveg sammála Jürgen Klopp

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp þolir ekki Þjóðadeildina.
Jürgen Klopp þolir ekki Þjóðadeildina. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er langt frá því að vera hrifinn af Þjóðadeildinni sem fór af stað í fyrsta sinn í síðasta mánuði.

Þjóðverjinn segir keppnina þá tilgangslausustu í heiminum og kvartar yfir því að geta ekki beðið landsliðsþjálfara um að hvíla sína leikmenn þar sem pressan að spila leikina í Þjóðadeildinni er svo mikil.

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands, var spurður út í ummæli Klopps eða hvort okkar strákar fagna því að fá mótsleiki þar sem að vináttuleikir hafa sjaldan verið öflugir hjá íslenska liðinu.

„Þetta er skemmtilegra en að spila æfingaleiki,“ sagði Gylfi Þór á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Guingamp í dag en þar mæta strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka í vináttuleik annað kvöld.

„Næstu leikir skipta miklu máli fyrir okkur upp að komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. Það væri frábært.“

„Þetta er ekki tilgangslaus keppni, allavega ekki fyrir minni liðin en fyrir þessar stærstu þjóðir skiptir þetta kannski minna máli,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Emil ekki með gegn Frakklandi

Erik Hamren tilkynnti að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila með Íslandi í Frakklandi á morgun. Þrír aðrir leikmenn eru tæpir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×