Fótbolti

Gylfi áfram fyrirliði í fjarveru Arons Einars

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór verður áfram með bandið.
Gylfi Þór verður áfram með bandið. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en þetta var staðfest á blaðamannafundi landsliðsins í Guingamp í dag.

Strákarnir okkar mæta heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik annað kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, valdi Gylfa til að bera bandið í fjarveru Arons Einars í síðustu tveimur leikjum á móti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni en Svíinn vildi ekki staðfesta hver yrði fyrirliði í næstu tveimur leikjum á blaðamannafundi í Laugardalnum í síðustu viku.

„Það kemur í ljós,“ sagði Hamrén á föstudaginn var þegar að hann tilkynnti landsliðshópinn og virtist sem svo að það væri ekki öruggt að Gylfi mynda bera bandið áfram.

En, Gylfi verður áfram varafyrirliði og sat hann blaðamannafund íslenska liðsins ásamt Hamrén í morgun fyrir vináttuleikinn annað kvöld.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Hamrén og Gylfi sitja fyrir svörum í Frakklandi

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×