Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 23:30 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. Getty/Yana Paskova Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09
Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56
Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00