Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 18:02 Jared Kushner stendur hér fyrir aftan tengaföður sinn. AP/Pablo Martinez Monsivais Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00