Erlent

Leita að líkams­leifum Khas­hoggi í skógi í grennd við ræðis­manns­skrif­stofuna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur.
Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP
Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul.

Khashoggi sást síðast ganga inn á skrifstofuna í byrjun október og halda Tyrkir því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Yfirvöld í Sádí Arabíu segjast ekki vita hvað varð um Khashoggi en þrýstingur á þau fer nú sífellt vaxandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir nú að komi í ljós að yfirvöld í Sádí Arabíu hafi látið myrða blaðamanninn verði þeim refsað.

Tyrkir segjast eiga hljóðupptöku sem sanni að Khashoggi hafi verið myrtur á hrottalegan hátt en sú upptaka hefur ekki verið gerð opinber.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem rætt hefur málið við Sáda og Tyrki, segist ekki hafa heyrt upptökuna, en því var haldið fram í frétt ABC fréttastofunnar í gær.

Málið vindur upp á sig með hverjum deginum og nú hafa fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steve Mnuchin og viðsktiptaráðherra Breta, Liam Fox, afboðað komu sína á mikla viðskiptaráðstefnu sem krónprinsinn í Sádí hefur blásið til í Ryadh í næstu viku.

Fjöldi vestrænna fyrirtækja hafa gert slíkt hið sama og þrýstingur á önnur fyrirtæki á borð við Pepsi og EDF, sem ætla að mæta, eykst nú dag frá degi.


Tengdar fréttir

Hinsti pistill Khashoggi birtur

Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×