Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 23:33 Kavanaugh þykir hafa gengið langt í að gera lítið úr drykkjuskap sínum þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku, jafnvel svo langt að hann hafi gerst sekur um meinsæri. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30