Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 18:30 Trump varði Kavanaugh og lýsti áhyggjum af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn körlum. Vísir/EPA Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30