Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 23:33 Kavanaugh þykir hafa gengið langt í að gera lítið úr drykkjuskap sínum þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku, jafnvel svo langt að hann hafi gerst sekur um meinsæri. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30