Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. október 2018 07:00 Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Vísir/Getty Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira