Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2018 12:31 Dmitry Peskov er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, og Vladimir Pútín, forseti og fyrrverandi forsætisráðherra. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð. Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Osló Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð.
Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Osló Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23