Íslenski boltinn

Kristján hættir með ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján verður ekki áfram stjórinn í Eyjum.
Kristján verður ekki áfram stjórinn í Eyjum. vísir/ernir
Kristján Guðmundsson verður ekki áfram þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyjamönnum.

Kristján tekur þessa ákvörðun sjálfur en samningur hans var að renna út eftir tímabilið. Hann tilkynnti leikmönnum þetta í dag.

Kristján er að klára sitt annað tímabil í Eyjum en hann hefur unnið gott starf í Eyjum. Í fyrra varð liðið meðal annars bikarmeistari eftir sigur á FH.

„Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði í efstu deild,” segir í tilkynningunni frá ÍBV.

Síðasti leikur Kristjáns verður gegn Grindavík í Grindavík á laugardaginn en óvíst er hver tekur við skútunni í Eyjum. Karla- og kvennalið félagsins eru nú án þjálfara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.