Enski boltinn

„Engin vandamál“ á milli Mourinho og Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba ræðir við Mourinho með fyrirliðabandið á vinstri handlegg. Hann mun ekki bera þetta band aftur á næstunni
Pogba ræðir við Mourinho með fyrirliðabandið á vinstri handlegg. Hann mun ekki bera þetta band aftur á næstunni vísir/getty
Jose Mourinho tók varafyrirliðabandið af Paul Pogba í gær en segir samt að það séu „engin vandamál“ á milli þeirra tveggja.

Í gær staðfesti Mourinho að Pogba muni aldrei aftur bera fyrirliðaband Manchester United, að minnsta kosti ekki á meðan Portúgalinn er við stjórnina hjá félaginu.

Þessar fréttir bárust fyrir leik United og Derby í enska deildarbikarnum í gær. Eftir leikinn, þar sem Derby vann í vítaspyrnukeppni, sagði Mourinho að það væri ekkert ósætti á milli hans og Frakkans.

„Eini sannleikurinn er sá að ég ákvað að hann væri ekki varafyrirliði lengur, en það er ekkert ósætti, engin vandamál,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Ég er stjórinn, ég get tekið þessar ákvarðanir.“


Tengdar fréttir

United úr leik eftir tap gegn Derby í vítaspyrnukeppni

Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×