Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 08:27 Trump hlóð ríkisstjórn sína lofi fyrir hvernig hún brást við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra. Tæplega 3.000 manns fórust, meðal annars vegna skorts á grunnþjónustu fyrsta hálfa árið eftir hamfarirnar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að tæplega þrjú þúsund manns séu taldir hafa farist af völdum fellibylsins Maríu á Púertó Ríkó í fyrra lýsti Donalds Trump Bandaríkjaforseti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við hamförunum sem „stórkostlegum“ í gær. Ummæli forsetans hafa vakið harða gagnrýni á eyjunni og víðar. Upphaflega sögðu yfirvöld að 64 hefðu farist af völdum fellibylsins Maríu sem var af stærðinni fjórir þegar hann gekk yfir Púertó Ríkó fyrir ári. Sú tala var hækkuð í 2.975 á þessu ári en þá voru taldir með þeir sem létu lífið næsta hálfa árið eftir fellibylinn vegna skorts á heilsugæslu, rafmagni og hreinu vatni. Það er um það bil sami fjöldi og dó í hryðjuverkaárásunum í New York 11. september árið 2001. Rafmagni var ekki komið aftur á alla eyjuna fyrr en í síðasta mánuði, ellefu mánuðum eftir að María stórskemmdi innviði eyjunnar sem er bandarískt yfirráðasvæði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlað sé að um 8% af íbúum eyjunnar hafi yfirgefið hana eftir fellibylinn. „Ég held reyndar að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem hefur nokkru sinni náðst með tilliti til þess um hvað þetta snerist allt,“ sagði Trump forseti þegar fréttamaður spurði hann hvað yfirvöld hefðu lært af fellibylnum Maríu nú þegar fellibylurinn Flórens stefnir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Lýsti forsetinn störfum Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) og löggæslu með ríkisstjóra Púertó Ríkó sem „stórkostlegum“. „Ég held að Púertó Ríkó hafi verið ótrúlega vel heppnað sem hlaut ekki verðskuldað lof,“ sagði forsetinn.„Guð hjálpi okkur öllum“ Ummælin hafa vakið furðu og reiði. Ricardo Rossello, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði að ekki væri hægt að lýsa sambandi nýlendu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna sem „vel heppnuðu“ þegar íbúar á eyjunni skorti ýmis óafsalanleg réttindi sem landar þeirra á meginlandi Bandaríkjanna njóta. „Ef hann heldur að dauði þrjú þúsund manns sé árangur þá hjálpi guð okkur öllum,“ tísti Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan sem eldaði grátt silfur saman með Trump í kjölfar fellibylsins í fyrra. Lýsti hún viðbrögðum Trump-stjórnarinnar við hamförunum á Púertó Ríkó sem „dökkum bletti“ á forsetatíð hans sem strái salti í sár eyjaskeggja.Success? Federal response according to Trump in Puerto Rico a success? If he thinks the death of 3,000 people os a success God help us all.— Carmen Yulín Cruz (@CarmenYulinCruz) September 11, 2018 Fulltrúar demókrata fordæmdu einnig ummæli forsetans. Chuck Schumer, leiðtogi þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þau „móðgandi, særandi og augljóslega röng“. Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, benti á tölu látinna á eyjunni. „Það er ekki „vel heppnað“. Það er harmleikur og hneyksli,“ tísti Sanders.María olli miklum mannskaða og eyðileggingu á Púertó Ríkó. Innviðir eyjunnar eru enn ekki samir eftir hamfarirnar.Vísir/EPASagði íbúa Púertó Ríkó vilja „fá allt upp í hendurnar“ eftir hamfarirnar Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti hættir sér út á hála braut varðandi hamfarirnar á Púertó Ríkó. Fyrst eftir að fellibylurinn gekk yfir eyjuna og eyðileggingin var ljós tengdi forsetinn tjónið og væntanlegt uppbyggingarstarf ítrekað við erfiða fjárhagsstöðu Púertó Ríkó. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi viðbrögð Trump við hamförunum opinberlega hellti forsetinn sér yfir hann á Twitter. Sakaði hann Yulín Cruz og aðra leiðtoga á eyjunni um að skorta forystuhæfileika þar sem þeir „gætu ekki fengið starfsmenn sína til að hjálpa“. „Þau vilja að allt sé gert fyrir þau þegar þetta ætti að vera samfélagslegt átak,“ tísti Trump meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Þrátt fyrir að tæplega þrjú þúsund manns séu taldir hafa farist af völdum fellibylsins Maríu á Púertó Ríkó í fyrra lýsti Donalds Trump Bandaríkjaforseti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við hamförunum sem „stórkostlegum“ í gær. Ummæli forsetans hafa vakið harða gagnrýni á eyjunni og víðar. Upphaflega sögðu yfirvöld að 64 hefðu farist af völdum fellibylsins Maríu sem var af stærðinni fjórir þegar hann gekk yfir Púertó Ríkó fyrir ári. Sú tala var hækkuð í 2.975 á þessu ári en þá voru taldir með þeir sem létu lífið næsta hálfa árið eftir fellibylinn vegna skorts á heilsugæslu, rafmagni og hreinu vatni. Það er um það bil sami fjöldi og dó í hryðjuverkaárásunum í New York 11. september árið 2001. Rafmagni var ekki komið aftur á alla eyjuna fyrr en í síðasta mánuði, ellefu mánuðum eftir að María stórskemmdi innviði eyjunnar sem er bandarískt yfirráðasvæði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlað sé að um 8% af íbúum eyjunnar hafi yfirgefið hana eftir fellibylinn. „Ég held reyndar að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem hefur nokkru sinni náðst með tilliti til þess um hvað þetta snerist allt,“ sagði Trump forseti þegar fréttamaður spurði hann hvað yfirvöld hefðu lært af fellibylnum Maríu nú þegar fellibylurinn Flórens stefnir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Lýsti forsetinn störfum Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) og löggæslu með ríkisstjóra Púertó Ríkó sem „stórkostlegum“. „Ég held að Púertó Ríkó hafi verið ótrúlega vel heppnað sem hlaut ekki verðskuldað lof,“ sagði forsetinn.„Guð hjálpi okkur öllum“ Ummælin hafa vakið furðu og reiði. Ricardo Rossello, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði að ekki væri hægt að lýsa sambandi nýlendu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna sem „vel heppnuðu“ þegar íbúar á eyjunni skorti ýmis óafsalanleg réttindi sem landar þeirra á meginlandi Bandaríkjanna njóta. „Ef hann heldur að dauði þrjú þúsund manns sé árangur þá hjálpi guð okkur öllum,“ tísti Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan sem eldaði grátt silfur saman með Trump í kjölfar fellibylsins í fyrra. Lýsti hún viðbrögðum Trump-stjórnarinnar við hamförunum á Púertó Ríkó sem „dökkum bletti“ á forsetatíð hans sem strái salti í sár eyjaskeggja.Success? Federal response according to Trump in Puerto Rico a success? If he thinks the death of 3,000 people os a success God help us all.— Carmen Yulín Cruz (@CarmenYulinCruz) September 11, 2018 Fulltrúar demókrata fordæmdu einnig ummæli forsetans. Chuck Schumer, leiðtogi þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þau „móðgandi, særandi og augljóslega röng“. Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, benti á tölu látinna á eyjunni. „Það er ekki „vel heppnað“. Það er harmleikur og hneyksli,“ tísti Sanders.María olli miklum mannskaða og eyðileggingu á Púertó Ríkó. Innviðir eyjunnar eru enn ekki samir eftir hamfarirnar.Vísir/EPASagði íbúa Púertó Ríkó vilja „fá allt upp í hendurnar“ eftir hamfarirnar Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti hættir sér út á hála braut varðandi hamfarirnar á Púertó Ríkó. Fyrst eftir að fellibylurinn gekk yfir eyjuna og eyðileggingin var ljós tengdi forsetinn tjónið og væntanlegt uppbyggingarstarf ítrekað við erfiða fjárhagsstöðu Púertó Ríkó. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi viðbrögð Trump við hamförunum opinberlega hellti forsetinn sér yfir hann á Twitter. Sakaði hann Yulín Cruz og aðra leiðtoga á eyjunni um að skorta forystuhæfileika þar sem þeir „gætu ekki fengið starfsmenn sína til að hjálpa“. „Þau vilja að allt sé gert fyrir þau þegar þetta ætti að vera samfélagslegt átak,“ tísti Trump meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05
Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36