Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 12:11 Donald Trump er ekki sáttur við ummæli borgarstjóra San Juan. Vísir/GEtty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira