Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 22:05 Samkvæmt rannsakendum komu fátækir og aldraðir sérstaklega illa úti vegna Maríu. Vísir/AP Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12
Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25