Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 07:44 Frá mótmælum gegn innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í sumar. Vísir/Getty Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“