Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 19:51 Frá vettvangi í Wilmington í dag. Fjöldi viðbragðsaðila kom að björgunaraðgerðum. Vísir/Getty Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04
Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15