Erlent

Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna

Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa
Þrátt fyrir að fellibylurinn sé orðinn kraftminni hefur hann þó stækkað og leiðir það til hærri sjávarflóða.
Þrátt fyrir að fellibylurinn sé orðinn kraftminni hefur hann þó stækkað og leiðir það til hærri sjávarflóða. Vísir/AP
Auga fellibylsins Flórens er við það að ná landi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sjór hefur flætt yfir stór svæði við austurströnd Bandaríkjanna og hundruð þúsunda heimila eru rafmagnslaus. Einnig er búist við umfangsmiklum ferskvatnsflóðum og er búist við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórnes hafi verið lækkaður í fyrsta flokk.

Þrátt fyrir að fellibylurinn sé orðinn kraftminni hefur hann þó stækkað og leiðir það til hærri sjávarflóða. Þá er búist við gífurlegri rigningu. Sérfræðingar búast við minnst 38 billjón lítrum (38.000.000.000.000) af rigningu frá Flórens.

Þá er búist við því að sjávarflóðin gætu náð þriggja metra hæð.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.