Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 23:30 Áhrifa Flórens er þegar farið að gæta á austurströnd Bandaríkjanna. Þessi mynd er tekin í dag. Vísir/Getty Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27