Erlent

Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Tré hafa víða brotnað og fallið á vegi og hús.
Tré hafa víða brotnað og fallið á vegi og hús. Vísir/EPA

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna.

Tólf manns var bjargað úr hóteli sem var að hruni komið. Þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum og hafa heilu bæirnir farið undir vatn.

Flórens hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur. Ríkisstjóri Norður Karólínufylkis sagði á blaðamannafundi nú í kvöld að enn þá sé verið að rannsaka nokkur dauðsföll. Heilbrigðisyfirvöld eiga eftir að úrskurða um það hvort að dauðsföllin séu tengd fellibylnum.

Rýmingarviðvörun er í gildi fyrir um 1,7 milljón manns. Samkvæmt Bandarísku veðurstöðinni hafa mestu hviður Flórens verið 110 kílómetrar á klukkustund.

Móðir og barn létust eftir að tré féll á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður Karólínufylki. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur á sjúkrahús með áverka.


Tengdar fréttir

Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi

Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.