Mannskæðar aurskriður á Filippseyjum eftir Mangkhut Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. september 2018 20:00 Nærri sjávarmáli hafa flóð raskað samgöngum og eyðilagt uppskerur. Vísir/AP Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast. Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast.
Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00
Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56
Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20
Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00