Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 19:21 Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu. Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu.
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59