Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 19:21 Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu. Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu.
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59