Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 19:21 Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu. Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag. Kistu McCain var ekið frá þinghúsinu til dómkirkjunnar í Washington þar sem athöfnin fór fram. Stutt stopp var gert við minnismerki um þá sem létu lífið í Víetnam stríðinu en McCain barðist í Víetnam og var stríðsfangi í fimm ár, frá 1968 til 1973. Fjölmargir fjölmiðlar fylgdust með athöfninni.McCain minnst og skotið á Trump Meghan McCain, dóttir John McCain var fyrst í pontu hún minntist föður síns á sama tíma og hún skaut á Donald Trump. McCain sagði að þrátt fyrir alla titla og nafnbætur sem faðir hennar hafði hlotið hafi mikilvægasta verkefni hans alltaf verið föðurhlutverkið „Bandaríki John McCain þurftu ekki að verða frábært aftur, því Bandaríkin hafa alltaf verið frábær“ sagði Meghan McCain sem er þáttastjórnandi The View á sjónvarpsstöðinni ABC. Næstur tók vinur McCain, demókratinn og fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Joe Liebermann til máls. Liebermann talaði um virðinguna sem McCain sýndi fólki og minntist á atvik frá kosningabaráttunni 2008, þegar spyrjandi úr sal sagði Barack Obama vera araba og þarafleiðandi ekki góðann mann. Einnig talaði Liebermann um vilja McCain til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Víetnam eftir stríðið milli þeirra og kallaði tilraunir McCain, ótrúlegt dæmi um fyrirgefningu. Fyrrverandi ráðherrann Henry Kissinger og forsetinn fyrrverandi George Bush yngri fluttu einnig tölu um McCain fyrir framan um 2500 boðsgesti.Obama minntist mótframbjóðanda síns. Síðustu ræðu athafnarinnar flutti fyrrverandi forsetinn Barack Obama sem sigraði McCain í kosningunum árið 2008. „Við erum hér til að minnast ótrúlegs manns, stríðsmanns, stjórnmálaskörungs, og föðurlandsvins“ sagði Obama. „Hann gerði mig að betri forseta, hann gerði þingið betra rétt eins og hann gerði Bandaríkin betri.“ sagði Obama ennfrekar um þennan fyrrum andstæðing sinn. Obama sagði viðstöddum frá fundum þeirra tveggja í Hvíta Húsinu og sagðist aldrei hafa efast um að þrátt fyrir mismunandi skoðanir væru þeir tveir alltaf í sama liði. Að lokum bað Obama guð að blessa John McCain sem og Bandaríkin sem McCain helgaði lífi sínu.
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Palin ekki boðið Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn. 30. ágúst 2018 22:59