Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 10:40 Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. Vísir/AP Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018 Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Frá því fréttir tóku að spyrjast út af andláti Johns McCains hefur bandaríska þjóðin og fulltrúar stjórnmálastéttarinnar keppst við að mæra og minnast bandaríska öldungarþingmannsins. Þjóðarleiðtogar og framámenn á pólitíska vettvangi votta McCain virðingu sína. McCain lést í gær eftir að hafa barist við heilaæxli í rúmt ár. „Við John McCain tilheyrðum mismunandi kynslóðum, við höfðum mismunandi bakgrunn og áttumst við á æðsta vettvangi stjórnmálanna. Það sem við aftur á móti áttum sameiginlegt var trúin á hið æðra; hugsjónirnar sem heilu kynslóðir Ameríkana, sem og innflytjenda, hafa barist fyrir,“ segir Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. McCain bauð sig fram til forseta fyrir hönd Repúblikanaflokksins árið 2008 en laut í lægra haldi gegn Obama. Hann segir að í augum þeirra McCains hafi pólitísk barátta verið göfug í sjálfu sér. Hún hafi verið tækifæri til að þjóna þjóðinni og láta hinar háu hugsjónir verða að veruleika. Þeir hafi litið á Bandaríkin sem stað þar sem allt væri mögulegt. Obama segir McCain hafa með sínu fordæmi kennt bandarísku þjóðinni að almannaheill gengur alltaf fyrir.Obama hjónin minnast McCains í yfirlýsingu.Vísir/GettyVildi ekki hafa Trump í jarðarförinni Það vakti athygli í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vottaði McCain virðingu sína á Twitter í gær þrátt fyrir að það sé ekkert launungarmál að þeir voru óvinir þrátt fyrir að vera samflokksmenn. McCain frábað sér til að mynda viðveru Trumps í jarðför sinni. Hann var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi núverandi forseta. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina, Trump til mikillar mæðu. „Ég votta fjölskyldu þingmannsins Johns McCain mínar dýpstu samúðarkveðjur og virðingu mína,“ segir Trump sem segist biðja fyrir fjölskyldunni. Bush mun sakna vinar síns Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, var einnig á meðal þeirra sem tjáði sig vegna andlátsins. Hann segir McCain hafa verið maður djúprar sannfæringar og hinn mesti föðurlandsvinur. „Og fyrir mig, persónulega, þá var hann vinur sem ég mun sakna sárt,“ segir Bush. McCain laut í lægra haldi fyrir Bush í slagnum um útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetaembættið.Hillary Clinton, segir að McCain hafi ekki veigrað sér við að leggja flokkshollustuna til hliðar.Fréttablaðið/APMcCain hafi iðulega synt á móti straumnum Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaefni Demókrataflokksins, og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segja í tilkynningu vegna andlátsins að McCain hafi staðið í þeirri trú að hver einasta manneskja þyrfti að axla ábyrgð á stjórnarskrárvörðu frelsi sínu. „Það var oft sem hann lagði flokkshollustu sína til hliðar til þegar það var best fyrir þjóðina. Hann var alltaf óhræddur að synda á móti straumnum þegar þess gerðist þörf og þegar það reyndist rétt að gera svo,“ segja hjónin í yfirlýsingu.Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41