Erlent

John McCain látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. New York Times greinir frá.

Í tilkynningu frá skrifstofu hans segir að hann hafi látist fyrr í dag en McCain greindist með heilaæxli á síðasta ári. Tilkynnt var í vikunni að hann hefði hætt allri læknismeðferð vegna æxlisins.

John McCain var fæddur árið 1936 og hafði setið á þingi frá árinu 1982. Fyrst á fulltrúadeild þingisns og svo á öldungadeildinni frá 1986.

Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði gegn Barack Obama, auk þess sem hann var í öðru sæti á eftir George W. Bush í kosningum Repúblikana um forsetaefni flokksins árið 2000.

McCain barðist í Víetnam-stríðinu og varð þjóðhetja þegar að hann sneri aftur úr haldi Norður-Víetnama, eftir að flugvél hans var skotin niður yfir Hanoi.

Var hann afar virtur  og áhrifamikill þingmaður en hann og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðu ekki vel saman undir það síðasta þrátt fyrir að vera samflokksmenn, ekki síst eftir að McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn.


Tengdar fréttir

McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur

Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.