Erlent

Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina

Samúel Karl Ólason skrifar
Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir.
Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Vísir/AP
Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt.

Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni.

Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands.

Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af.

Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku.

Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís.

Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. 


Tengdar fréttir

Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi.

Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×