Obama rýfur þögnina um Trump Andri Eysteinsson skrifar 7. september 2018 23:00 Margir vestanhafs hafa beðið eftir því að Obama beiti sér að fullu gegn Trump. Vísir/EPA Fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, kom sér loks aftur út á vettvang stjórnmálanna í dag þegar hann hélt ræðu fyrir nemendur University of Illinois-Urbana skólans í bænum Urbana í Illinois. Obama beindi orðum sínum reglulega að núverandi forseta, Donald Trump og gagnrýndi hann og verk hans. Ræða Obama var fyrsti liður í kosningaherferð hans með Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar í báðum deildum Bandaríkjaþings sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Kosið verður um öll 435 sætin í neðri deild þingsins og 35 af hundraði sæta í öldungadeild Bandaríska þingsins. Einnig verður kosið um ríkisstjóraembætti í 39 af 50 ríkjum og einnig verður víða kosið til ríkisþinga og til sveitarstjórna.Fyrsta stjórnmálaræða Obama í langan tíma Lítið hefur borið á forsetanum fyrrverandi og hefur mörgum andstæðingum Trumps þótt miður að jafn vinsæll leiðtogi demókratamegin og Obama er hafi ekki staðið fyrir gagnrýni á forsetann.New York Times greinir frá því að í ræðu sinni í Urbana hafi Obama sakað ríkisstjórn Trump um að stunda stjórnmál sem snerust um ótta og hatur. Obama sakaði Trump einnig um að koma sér í mjúkinn hjá Pútín, styðja við kynþáttahatara og gera löggæslu að pólitísku deilumáli. Ekkert af þessu væri í anda íhaldsmanna sagði Obama fyrir framan fullt hús af fólki og hélt áfram. „Ég vil ekki meina að andi Abraham Lincoln tali í gegnum mig en ég held, að hann hafi ekki haft þetta í huga þegar hann stóð að stofnun Repúblikanaflokksins“.Illa staðið að stjórn Bandaríkjanna Obama sagði einnig að fyrirsagnir síðustu daga sýndu það svart á hvítu hversu illa væri staðið að stjórn landsins. En þar átti Obama við fyrirsagnirnar eftir að grein sem sögð er skrifuð af háttsettum manni innan Hvíta Hússins birtist á síðum New York Times. Í greininni sagði höfundurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið, að hópur manna innan ríkisstjórnar Trump ynni markvisst að því að koma í veg fyrir að ákvarðanir forsetans verði að veruleika, því það geti valdið Bandaríkjunum miklum skaða. Obama sagði í ræðu sinni að svona ætti lýðræðið ekki að virka. Ókjörnir fulltrúar sem styddu 90% af brjáluðum stefnum forsetans ættu ekki að segja bandarísku þjóðinni að vera róleg því þeir væru að stöðva hin 10% af stefnum Trump.Sakaði Obama um að reyna að eigna sér heiðurinn Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sem sjálfur var gríðarlega harður við Barack Obama á meðan forsetatíð hins síðarnefnda var svaraði fyrirrennara sínum í ræðu í bænum Fargo í Norður Dakóta í dag. Washington Post greinir frá því. Þar sakaði hann Obama um að reyna að eigna sér heiðurinn af efnahafslegri uppsveiflu sem orðið hefur á valdatíð Trump. Einnig sagði forsetinn að ýmsir hafi spurt hann hvað honum hafi fundist um ræðu Obama, svaraði Trump því að hann hafi byrjað að horfa en hann hafi sofnað og uppskar með svarinu hlátrasköll. „Ræðan var góð, mjög góð til að sofa yfir“ sagði forsetinn.How did Donald Trump react to Barack Obama's first major attack on his presidency? This answer brought laughter from his supporters https://t.co/16xeKpyMPnpic.twitter.com/0kobAMs3Ps — ITV News (@itvnews) September 7, 2018Bandaríkin hafa gengið í gegnum myrkari tíma Obama lauk ræðu sinni í Urbana með skilaboðum til þeirra sem hafa áhyggjur af stöðu Bandaríkjanna og stefnu þeirra og sagði Bandaríkin hafa gengið í gegnum myrkari tíma en þessa. „Hver einasta kynslóð Bandaríkjamanna hefur komið okkur yfir línuna, þeir gerðu það ekki með því að sitja og bíða eftir breytingum“ sagði Obama og endaði á því að segjast trúa á nemendur University of Illinois-Urbana og sagðist ætla að vera með þeim til enda.Spekingar vestanhafs telja því að Obama sé hættur að halda sig til hlés. Eins og við mátti búast var mikið rætt um ræður forsetanna á Twitter og má sjá hér að neðan nokkrar valdar færslur.Inspiring words from @BarackObama today. A powerful reminder that it's on all of us to vote this fall if we want leaders who reflect the civility, character, dignity, and goodness of the American people. The stakes couldn't be higher, but Americans always rise to the occasion. — Joe Biden (@JoeBiden) September 7, 2018The more President @BarackObama speaks about the ‘good ole years’ of his presidency, the more likely President @realDonaldTrump is to get re-elected. In fact, the best explanation of President Trump’s victory are the “results” of the Obama Presidency! — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 7, 2018President Obama has officially entered the arena. Game on. — Joy Reid (@JoyAnnReid) September 7, 2018If Obama keeps this up there will be a red wave in November the likes of which the country has never seen — Charlie Kirk (@charliekirk11) September 7, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið "lodestar“ sé í henni. 6. september 2018 12:35 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, kom sér loks aftur út á vettvang stjórnmálanna í dag þegar hann hélt ræðu fyrir nemendur University of Illinois-Urbana skólans í bænum Urbana í Illinois. Obama beindi orðum sínum reglulega að núverandi forseta, Donald Trump og gagnrýndi hann og verk hans. Ræða Obama var fyrsti liður í kosningaherferð hans með Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar í báðum deildum Bandaríkjaþings sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Kosið verður um öll 435 sætin í neðri deild þingsins og 35 af hundraði sæta í öldungadeild Bandaríska þingsins. Einnig verður kosið um ríkisstjóraembætti í 39 af 50 ríkjum og einnig verður víða kosið til ríkisþinga og til sveitarstjórna.Fyrsta stjórnmálaræða Obama í langan tíma Lítið hefur borið á forsetanum fyrrverandi og hefur mörgum andstæðingum Trumps þótt miður að jafn vinsæll leiðtogi demókratamegin og Obama er hafi ekki staðið fyrir gagnrýni á forsetann.New York Times greinir frá því að í ræðu sinni í Urbana hafi Obama sakað ríkisstjórn Trump um að stunda stjórnmál sem snerust um ótta og hatur. Obama sakaði Trump einnig um að koma sér í mjúkinn hjá Pútín, styðja við kynþáttahatara og gera löggæslu að pólitísku deilumáli. Ekkert af þessu væri í anda íhaldsmanna sagði Obama fyrir framan fullt hús af fólki og hélt áfram. „Ég vil ekki meina að andi Abraham Lincoln tali í gegnum mig en ég held, að hann hafi ekki haft þetta í huga þegar hann stóð að stofnun Repúblikanaflokksins“.Illa staðið að stjórn Bandaríkjanna Obama sagði einnig að fyrirsagnir síðustu daga sýndu það svart á hvítu hversu illa væri staðið að stjórn landsins. En þar átti Obama við fyrirsagnirnar eftir að grein sem sögð er skrifuð af háttsettum manni innan Hvíta Hússins birtist á síðum New York Times. Í greininni sagði höfundurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið, að hópur manna innan ríkisstjórnar Trump ynni markvisst að því að koma í veg fyrir að ákvarðanir forsetans verði að veruleika, því það geti valdið Bandaríkjunum miklum skaða. Obama sagði í ræðu sinni að svona ætti lýðræðið ekki að virka. Ókjörnir fulltrúar sem styddu 90% af brjáluðum stefnum forsetans ættu ekki að segja bandarísku þjóðinni að vera róleg því þeir væru að stöðva hin 10% af stefnum Trump.Sakaði Obama um að reyna að eigna sér heiðurinn Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sem sjálfur var gríðarlega harður við Barack Obama á meðan forsetatíð hins síðarnefnda var svaraði fyrirrennara sínum í ræðu í bænum Fargo í Norður Dakóta í dag. Washington Post greinir frá því. Þar sakaði hann Obama um að reyna að eigna sér heiðurinn af efnahafslegri uppsveiflu sem orðið hefur á valdatíð Trump. Einnig sagði forsetinn að ýmsir hafi spurt hann hvað honum hafi fundist um ræðu Obama, svaraði Trump því að hann hafi byrjað að horfa en hann hafi sofnað og uppskar með svarinu hlátrasköll. „Ræðan var góð, mjög góð til að sofa yfir“ sagði forsetinn.How did Donald Trump react to Barack Obama's first major attack on his presidency? This answer brought laughter from his supporters https://t.co/16xeKpyMPnpic.twitter.com/0kobAMs3Ps — ITV News (@itvnews) September 7, 2018Bandaríkin hafa gengið í gegnum myrkari tíma Obama lauk ræðu sinni í Urbana með skilaboðum til þeirra sem hafa áhyggjur af stöðu Bandaríkjanna og stefnu þeirra og sagði Bandaríkin hafa gengið í gegnum myrkari tíma en þessa. „Hver einasta kynslóð Bandaríkjamanna hefur komið okkur yfir línuna, þeir gerðu það ekki með því að sitja og bíða eftir breytingum“ sagði Obama og endaði á því að segjast trúa á nemendur University of Illinois-Urbana og sagðist ætla að vera með þeim til enda.Spekingar vestanhafs telja því að Obama sé hættur að halda sig til hlés. Eins og við mátti búast var mikið rætt um ræður forsetanna á Twitter og má sjá hér að neðan nokkrar valdar færslur.Inspiring words from @BarackObama today. A powerful reminder that it's on all of us to vote this fall if we want leaders who reflect the civility, character, dignity, and goodness of the American people. The stakes couldn't be higher, but Americans always rise to the occasion. — Joe Biden (@JoeBiden) September 7, 2018The more President @BarackObama speaks about the ‘good ole years’ of his presidency, the more likely President @realDonaldTrump is to get re-elected. In fact, the best explanation of President Trump’s victory are the “results” of the Obama Presidency! — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 7, 2018President Obama has officially entered the arena. Game on. — Joy Reid (@JoyAnnReid) September 7, 2018If Obama keeps this up there will be a red wave in November the likes of which the country has never seen — Charlie Kirk (@charliekirk11) September 7, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið "lodestar“ sé í henni. 6. september 2018 12:35 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið "lodestar“ sé í henni. 6. september 2018 12:35
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Erfiðir dagar í Hvíta húsinu Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. 6. september 2018 10:39
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33