Trump kemur fyrrverandi andstæðingi til aðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 22:34 Donald Trump og Ted Cruz. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hjálpa þingmanninum Ted Cruz að ná endurkjöri í Texas. Það er þrátt fyrir að þeir hafi eldað grátt silfur saman í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump sagði frá því á Twitter í kvöld að hann myndi halda kosningafund í Texas í október.Það er greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá kosningabaráttunni þegar þeir veittust ítrekað að hvorum öðrum. Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump. Ákvörðun Trump þykir til marks um vandræði Cruz við að halda þingsæti sínu, sem fyrir einungis nokkrum mánuðum var talið eitt öruggasta sæti Repúblikana á öldungadeildinni. Mótframbjóðandi Cruz, Beto O‘Rourke, hefur verið að sækja í sig veðrið. Repúblikanar haf sett aukinn kraft í fjáröflun og ætla sér að setja í gang stærðarinnar auglýsingaherferð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hjálpa þingmanninum Ted Cruz að ná endurkjöri í Texas. Það er þrátt fyrir að þeir hafi eldað grátt silfur saman í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump sagði frá því á Twitter í kvöld að hann myndi halda kosningafund í Texas í október.Það er greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá kosningabaráttunni þegar þeir veittust ítrekað að hvorum öðrum. Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump. Ákvörðun Trump þykir til marks um vandræði Cruz við að halda þingsæti sínu, sem fyrir einungis nokkrum mánuðum var talið eitt öruggasta sæti Repúblikana á öldungadeildinni. Mótframbjóðandi Cruz, Beto O‘Rourke, hefur verið að sækja í sig veðrið. Repúblikanar haf sett aukinn kraft í fjáröflun og ætla sér að setja í gang stærðarinnar auglýsingaherferð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira