Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 10:25 Duncan Hunter að ræða við blaðamenn. Vísir/GETTY Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20