Erlent

Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna.
Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AP
Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP.Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag.Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.

Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/ap
Cohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006.Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli.Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.