Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 21:30 Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AP Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira