Trump segir sekt Cohens smámál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Paul Manafort, áður kosningastjóri Donalds Trump. Nordicphotos/AFP Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30