Erlent

Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið

Kjartan Kjartansson skrifar
Fréttamennirnir streymdu út úr Albert V. Bryan-dómshúsinu í Alexandríu eftir að dómurinn yfir Manafort var kveðinn upp.
Fréttamennirnir streymdu út úr Albert V. Bryan-dómshúsinu í Alexandríu eftir að dómurinn yfir Manafort var kveðinn upp. Vísir/Getty
Bandarískir fréttamenn þurftu bókstaflega að spretta úr spori til að vera fyrstir með fréttirnar af því að fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði verið dæmdur fyrir fjársvik í gær. Snjallsímar voru bannaðir í dómshúsinu í Virginíu og því þurftu fréttamennirnir að grípa til fótanna til þess að koma fréttunum áleiðis.

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var sakfelldur í átta ákæruliðum af átján, þar á meðal fyrir fjársvik og að hafa svikið út bankalán, í Alexandríu í Virginíuríki.

Fréttirnar af dómi Manafort fóru eins og eldur í sinu um bandaríska fjölmiðla í gær.Vísir/Getty
Fjöldi fréttamanna frá hinum ýmsu miðlum voru í dómshúsinu og þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp braust út mikið kapphlaup á milli þeirra til að koma fréttinni fyrst til skila.

Ljósmyndarar og myndatökumenn sem biðu fyrir utan dómshúsið náðu ýmsum skemmtilegum myndum af fréttamönnunum á harðaspretti þar sem frumskógarlögmálið um að sá hæfasti lifir af var í fullu gildi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×