Erlent

Tengja loftmengun við greindarskerðingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Kínverskar stórborgir eins og Beijing eru á meðal mest menguðu borga jarðar.
Kínverskar stórborgir eins og Beijing eru á meðal mest menguðu borga jarðar. Vísir/EPA

Vísindamenn í Kína og Bandaríkjunum leiða að því líkum að viðvarandi loftmengun geti skert greind fólks í nýrri rannsókn. Þeir telja að skaðleg áhrif mengunarinnar aukist með aldri og komi verst niður á lítið menntuðum karlmönnum.

Rannsókn vísindamannanna beindist að stærðfræði- og málhæfni um 20.000 Kínverja og styrk svifryks þar sem þeir bjuggu. Í ljós kom að þeir sem bjuggu við meiri loftmengun stóðu sig verr á prófunum. Ekki var þó sýnt fram á orsakasamband í rannsókninni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að um sjö milljónir manna látist fyrir aldur fram af völdum loftmengunar í heiminum á hverju ári. Níu af hverjum tíu jarðarbúum andi að sér menguðu lofti.

Eldri og verr menntaðir karlar eru taldir í sérstakri hættu á að verða fyrir skaðlegum áhrifum loftmengunar þar sem þeir vinna frekar utandyra en aðrir hópar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.