Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:47 London hefur eins og aðrar stórborgir glímt við mikla loftmengun undanfarin ár. Vísir/EPA Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun. Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun.
Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59
Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12
Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06
Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43