Erlent

Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London

Kjartan Kjartansson skrifar
London hefur eins og aðrar stórborgir glímt við mikla loftmengun undanfarin ár.
London hefur eins og aðrar stórborgir glímt við mikla loftmengun undanfarin ár. Vísir/EPA
Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum.Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks.Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar.Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný.Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.