Enski boltinn

Jamie Vardy hættur í enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy í leik á móti Íslandi á EM 2016.
Jamie Vardy í leik á móti Íslandi á EM 2016. Vísir/Getty
Jamie Vardy mun ekki gefa lengur kost á sér í enska landsliðið en þetta sagði hann í viðtali við Guardian.

Vardy segist með þessu ætla að gefa yngri framherjum tækifæri til að koma inn í liðið.

Jamie Vardy er samt aðeins 31 árs gamall en hann hefur skorað 7 mörk í 26 landsleikjum.





Vardy er einn af þeim sem upplifði bæði að tapa fyrir Íslandi í sextán liða úrslitum á EM í Frakklandi 2016 og komast með enska landsliðinu í undanúrslit á HM í Rússlandi 2018.

Vardy hefur verið fastagestur í enska landsliðshópnum frá því að hann var valinn fyrst í maí 2015.

Hann lék landsliðsþjálfarann Gareth Southgate vita af ákvörðun sinni eftir lokaleikinn á HM í sumar.

Vardy er samt tilbúin að koma inn í enska landsliðið lendi Gareth Southgate í vandræðum vegna meiðsla leikmanna.

Vardy verður því ekki í enska landsliðshópnum þegar liðið mætir Spáni og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×