Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 23:38 Oxford gata er mjög vinsæl og þar má iðulega finna mikið fjölmenni. Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira