Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 23:38 Oxford gata er mjög vinsæl og þar má iðulega finna mikið fjölmenni. Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira